Tökulið Clooney sótt

Boeing 757 þota lenti á Egilstaðaflugvelli í morgun eins og glöggir Héraðsbúar tóku eftir. Þetta er sama vél og kom til landsins með tökulið nýjustu kvikmyndar George Clooney.

 


Eftir því sem Austurfrétt kemst næst ferðast í kringum 70 manns í vélinni. Var þetta aðallega starfslið með farangur sinn. Enginn tökubúnaður fór um borð í vélina en hann verður sendur með flutningavél frá Keflavíkurflugvelli. 

Vélin flaug frá Egilstaðaflugvelli til Stanstead flugvallar í Lundúnum. 

Hvorki George Clooney, sem bæði leikstýrir og leikur í myndinni, eða aðrir leikarar fóru um borð í vélina að sögn starfsmanns sem þó litaðist um eftir einhverjum frægum en þekkti engan. Gera má ráð fyrir að þeir ferðist með einkaþotum. 

Eins og áður hefur komið fram á vef Austurfréttar hefur verið unnið að tökum á kvikmyndinni „Good Morning, Midnight“ sem er gerð eftir samnefndri skáldsögu Lily Brooks-Dalton. Í henni segir frá vísindamanni sem er einn á norðurslóðum og reynir af öllum mætti að ná sambandi við áhöfn geimskutlu sem er að reyna að komast til jarðar.

Með önnur helstu hlutverk í myndinni fara Felicity Jones, Kyle Chandler David Oyelowo og Tiffany Boone. Hún er framleidd fyrir Netflix og verður aðgengileg á efnisveitunni á næsta ári.

Boeng 757 vél tökuliðsins. Mynd úr safni. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.