Þjóðhátíðahöld á Austurlandi

„Við erum í rauninni að byrja annan hring og röðin er aftur komin að Neskaupstað, þar sem fyrstu hátíðahöldin í Fjarðabyggð samkvæmt núverandi kerfi voru haldin fyrir sjö árum,” segir Þórður Vilberg Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar um hátíðahöldin í tegslum við 17. júní á mánudaginn.


Hátíðahöldin í Fjarðabyggð færst frá einum stað á annan milli ára. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist nokkuð vel og fólk er almennt ánægt. Mætingin hefur mun frekar farið eftir veðrinu heldur en vegalengdum. Dagskráin er ólík milli staða og gefur það íþróttafélögunum tækifæri á að skapa sínar eigin áherslur,” segir Þórður Vilberg, sem vill hvetja fólk til þess að kynna sér fríar sætaferðir úr öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar á hátíðahöldin. Tímasetningar og hátíðadagskrá má nálgast hér.

 

Hefðbundin dagskrá vegna 17. júní verður einnig víðar á Austurlandi, meðal annars á þessum stöðum; 

 

Egilsstaðir

Eins og undanfarin ár fer dagskráin að mestu fram í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Sláturhúsinu menningarsetri auk þess sem injasafni Austurlands verður opið. Nánari dagskrá má lesa hér

 

Djúpivogur

Á Djúpavogi hefst dagskráin klukkan 14:00 með skrúðgöngu. Hefðbundinni dagskrá lýkur með grilli síðdegis, en nánar má lesa hana hér.

 

Seyðisfjörður

Dagskráin á Seyðisfirði hefst strax klukkan 10:00 með því að blómsveigur verður lagður á leiði Björns Jónssonar frá Firði. Hefðbundin dagskrá er svo fram eftir degi þar sem meðal annars íþróttamaður ársins verður kunngjörður. Nánar má lesa um dagskrána hér. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar