Tíu mest lesnu greinarnar á Austurfrétt 2019

Þetta voru tíu mest lesnu greinarnar á Austurfrétt á árinu 2019.

1. Næst á dagskrá
Grein Eskfirðingsins Magna Þórs Harðarsonar í febrúar um sjónvarpsviðtal sem Jón Baldvin Hannibalsson mætti í til að bera af sér sakir um kynferðislega áreitni.

2. „Fyrrverandi maðurinn minn er ein besta vinkona mín í dag“
Vala Friðriksdóttir ræddi við Austurgluggann um það þegar barnsfaðir hennar og fyrrverandi maki gekkst undir kynleiðréttingarferli.

3. Saga um flugfélag
Grein Ingibjargar Þórðardóttur úr Neskaupstað um þjónustu Flugfélags Íslands ehf. þar sem ekki var hægt að fá endurgreidda farmiða að fullu þegar forsendur breyttust.

4. Klámmyndband tekið upp í heimavistarhúsi VA
Í sumar spurðist það út að par sem vann á hóteli sem rekið var á heimavist Verkmenntaskólans í Neskaupstað hefðu tekið upp klámmyndband í húsnæðinu og sett á vinsæla klámsíðu.

5. Sundlaug Eskifjarðar - Engar myndavélar, enga farsíma, engin myndataka og engin útilistaverk
Listamaðurinn Odee, sem þá bjó á Eskifirði, gagnrýndi málsmeðferð Fjarðabyggðar á boði hans um að gefa sveitarfélaginu listaverk til að hengja upp í sundlauginni á Eskifirði.

6. Nýr eigandi að Hellisfirði
Þjóðverjinn Sven Jacobi kom austur í byrjun febrúar, eftir að hafa gengið frá kaupum á jörðinni Hellisfirði, til að kynna bæjarráði Fjarðabyggðar áform sín. Hann vildi ekki skýra frá þeim í fjölmiðlum þá. Áformin munu reyndar aldrei rætast því íslenska ríkið nýtti síðar forkaupsrétt að jörðinni.

7. Minna íbúa á að læsa húsum sínum
Lögreglan á Egilsstöðum áminnti íbúa um að vera á varðbergi eftir að tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir í júlí. Ári áður herjuðu þjófagengi á Austfirðinga en íbúar sluppu við þau í sumar.

8. „Viljum bjóða ferskasta grænmeti landsins“
Fyrirtækið Austurlands Food Coop sló í gegn á árinu en það hóf að flytja inn ferskt grænmeti með Norrænu og selja til eldhúsa og einstaklinga, fyrst á Austfjörðum en eftir að Austurfrétt sagði frá fyrirtækinu í byrjun mars spurðust vinsældirnar hratt út.

9. Hið árlega upphlaup kattaeigenda
Þórhallur Þorsteinsson á Egilsstöðum stakk niður penna í umræðunni um að Fljótsdalshérað ætlaði að ráðast í að fanga og farga villiköttum í þéttbýlinu til að stemma stigu við fjölgun þeirra.

10. Framtíð í skapandi hugsun
Hildur Vaka Bjarnadóttir, formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum benti í grein sinni á mikilvægi náms í skapandi greinum og sumarstörfum. Í sumar starfaði listahópur á vegum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.