„Þurftum að læra að treysta á okkur sjálf“

Að byrja sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað veitir hjúkrunarfræðingum mikilvæga reynslu fyrir framtíðina, segir Helga Rósa Másdóttir, hjúkrunardeildarforstjóri bráðamóttöku Landsspítala.

Þetta kemur fram í viðtali við Helgu Rósu á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en Helga Rósa tók nýverið við starfi hjúkrunardeildarforstjórans.

Hún lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og starfaði í kjölfarið í tvö ár sem hjúkrunarfræðingur í Neskaupstað. Í viðtalinu segir hún þá reynslu sem hún fékk strax í Neskaupstað hafa reynst henni vel síðar meir.

„Fyrsta starfið mitt sem hjúkrunarfræðingur var í Neskaupstað. Ég vann, ásamt tveimur nýútskrifuðum vinum, á eina sjúkrahúsinu á svæðinu sem var miðstöð fyrir sjófarendur. Þeir sjúklingar, sem ekki var hægt að meðhöndla á sjúkrahúsinu, voru keyrðir á næsta flugvöll, klukkutíma leið í klukkustundarlangt flug til Reykjavíkur.

Við urðum að læra að treysta á okkur sjálf. Ég hjúkraði fólki á öllum aldri – frá ungabörnum til gamalmenna og öllum þar á milli. Ég á mjög góðar minningar frá þessum tíma því hann víkkaði skilning minn og efldi getu mína til að treysta á þekkingu mína og hæfni þannig ég gæti bjargað mér óháð aðstæðum.

Það sem ég lærði í Neskaupstað hjálpaði mér árið 2006 þegar ég byrjaði að vinna á bráðamóttöku Landsspítalans. Stundum var móttakan orðin full þegar sjúkrabíll kom með einn sjúkling í viðbót. Af því spítalinn er miðstöð bráðatilfella í landinu getum við ekki vísað neinum frá.

Í þessum tilfellum leit ég á mig sem hershöfðingja í stríði, nema í stað þess að reyna að valda sem mestum skaða var markmiðið hið gagnstæða, að hjúkra og lækna. Það er áskorun að ákveða hvert þú beinir liðsafla þínum, hverjir fari fram á vígvöllinn og það skiptir sköpum að skipta á eigin dómgreind.“

Þurfa að vera skrefi á undan

Helga Rósa lauk síðan framhaldsnámi í hjúkrun í Kanada árið 2011. Hún segir framúrskarandi hæfni í samskiptum og getu til að vinna með fólki skipta sköpum á bráðadeildinni auk hæfninnar til að hugsa í lausnum og miðla málum milli fólks. Stærsta áskorunin sé síðan að tryggja að allir vaktir séu mannaðar og þeim sé leiti á deildina sé forgangsraðað rétt.

„Við heilbrigðisstarfsmennirnir þurfum að búa okkur undir að geta tekist á við hvað sem er. Til að vera góður hjúkrunarfræðingur þarftu að þekkja sjúklinga þína og hafa bæði menntun og reynslu til að gegna starfinu. Ef einstaklingur leitar til þín og kvartar undan líðan sinni þarftu að skoða hvað getur gerst síðar og vita hvað þurfi að gera til að koma í veg fyrri að eitthvað verra gerist. Við þurfum alltaf að vera skrefi á undan.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.