Þurfti að hlaupa af fundi í lögreglubúninginn

Sveitastjórnarfulltrúar á Austurlandi eru almennt í annarri vinnu samhliða störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Það veldur stundum árekstrum eins og hjá Jóni Birni Hákonarsyni á síðasta fundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).


Í fundargerð er bókað að Jón Björn hafi þurft að fara af fundi vegna óvæntra aðstæðna í vinnu áður en gengið var til liðarins önnur mál.

Jón Björn, sem er varaformaður stjórnar SSA og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, starfar einnig sem lögregluþjónn í Fjarðabyggð. Í samtali við Austurfrétt staðfest Jón að hann hefði þurft að mæta á lögregluvakt í skyndi frá fundinum á Reyðarfirði.

„Ég var að taka við vaktinni og félagar mínir voru að dekka hana fyrir mig en það kom upp sú staða að það var hóað í mig. Atvikið reyndist reyndar minna en á horfðist, fyrst var talið að um slys væri að ræða en sem betur fer var svo ekki.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar