Þrír Austfirðingar á Forsetalista HR

Þrír Austfirðingar eru á nýbirtum Forsetalista Háskólans í Reykjavík yfir þá nemendur sem báru af í náminu á vorönn. Nemendurnir fá felld niður skólagjöld á næstu önn, tæpar 300.000 krónur.

Á listanum eru þau Tinna Rut Þórarinsdóttir úr Neskaupstað sem er á öðru ári í íþróttafræði. Tinna Rut er ef til vill kunnari sem afrekskona í blaki en hún ólst upp í Þrótti og er nú í íslenska A-landsliðinu.

„Þetta er ótrúlega skemmtilegt nám og fjölbreytt og smellpassar við mig því ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum gegnum tíðina,“ segir hún í samtali við Austurgluggann í vikunni.

Almar Aðalsteinsson frá Egilsstöðum nemur orku- og véltæknifræði. „Þetta kemur ekkert af sjálfu sér. Það eru mjög langir dagarnir í skólanum,” segir hann um forsendur árangursins.

Þriðji nemandinn er Sigríður Theodóra Sigurðardóttir en hún er á öðru ári í sálfræði. Hún var einnig á listanum í fyrra.

Tinna Rut og Almar. Mynd: HR/Skúli Andrésson

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.