„Þetta mun hjálpa helling”

„Það er frábært að hægt sé að sækja í þennan sjóð og mikil hvatning til þess að fara í tónlistarnám,” segir Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir frá Eskifirði, en hún var önnur tveggja sem hlaut styrk úr minningarsjóði Ágústar Ármanns fyrir stuttu.

Er þetta í þriðja skipti sem úthlutað er úr sjóðnum sem stofnaður var árið, en fer úthlutun fram á fæðingardegi Ágústar Ármanns 23. febrúar ár hvert. Áhersla er lögð á að einstaklingar og stofnanir innan Fjarðabyggðar geti sótt um í sjóðinn fyrir verkefni sem stuðla að aukinni tónlistarmenntun.

Auk Elmu Valgerðar, sem fær styrk til þess að fara í nám í Complete Vocal Technique söngtækninni í Kaupmannahöfn var það Stöðfirðingurinn Guðmundur Arnþór Hreinsson sem hlaut styrk til náms við Tónlistarskóla FÍH.

„Námið er dýrt þannig að þetta mun hjálpa helling, það er ekki spurning. Ég mun ekki búa úti í Danmörku, heldur fljúga í staðarlotur einu sinni í mánuði, en það kostar auðvitað heilmikið líka,” segir Elma Valgerður.

Námið er til eins árs og að því loknu getur hún haldið áfram í kennaranám í tækninni. „Ef mér líkar vel við skólann, þá stefni ég á það framhald,” segir Elma sem vill koma á framfæri miklu þakklæti til minningarsjóðsins.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.