„Þetta er geggjað“

„Þetta er skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir, trommuleikari á Egilsstöðum, sem fékk tækifæri til að flytja tónlist DIO ásamt fleiri ungum tónlistarmönnum úr fjórðungnum og tveimur af bestu söngvurum landsins á dögunum. N4 leit við á tónleikinum.


Elísabet segist aldrei hafa heyrt um DIO þegar hún hóf æfingar. „Þetta er bara með skemmtilegustu tónlist sem ég hef spilað,“ segir hún, en húsfyllir var á tónleikunum sem voru fyrir tilstilli Bjarna Þórs Haraldssonar.

Bjarni segir það hafa verið fyrir rúmu ári sem hann ákvað að setja saman hljómsveit sem skyldi spila Dio lög með það að markmiði að gefa grasrótinni tækifæri til þess að koma fram með reynslumeiri tónlistarmönnum og að láta ágóðann renna í gott málefni tengd geðheilbrigðismálum í fjórðungnum.

„Ég ákvað strax að ágóðinn skyldi renna til geðheilbrigðismála ungmenna. Geðsvið HSA varð fyrir valinu og aurinn fer í að bæta við réttindum sálfræðings í námskeiðinu Klókum krökkum sem er kvíðameðferð fyrir börn og ungmenni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.