„Þegar ég set á mig einnota hanska byrjar síminn að hringja“

Lára Elísabet Eiríksdóttir á Eskifirði byrjaði með tvær hendur tómar árið 2003 þegar hún fór af stað og tók að sér einstaka þrif. Nú fimmtán árum síðar er hún með fjölda fólks í vinnu hjá Fjarðaþrifum. Að austan á N4 leit við hjá Láru fyrir jól.


„Þetta var engin stefna sem ég tók, bara neyðin kennir manni að halda áfram. Þetta gerðist allt saman mjög hratt og allt í einu áttaði ég mig á því að ég var komin með fimm, sex stelpur í vinnu,“ segir Lára um þróunina frá upphafi.

„Ég hef verið mjög heppin með starfsfólk, þetta er ekkert hægt nema svo sé,“ segir Lára sem svarar því til að hún fari alveg út og hjálpi við þrif þegar þarf, þó svo að mestu sé hún í stjórnunarhlutverkinu. „Mér finnst það mjög gaman, en þær geta alveg orðið pirraðar stelpurnar þegar ég kem og ætla að gera eitthvað, en þegar ég set á mig einnota hanska þá byrjar síminn að hringa, það er bara samasem-merki þar á milli.

Fjarðaþrif var fyrsta ræstingarþjónstan á landsbyggðinni til þess að hljóta Svansvottum Umhverfisstofunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.