Skip to main content

Sykurskattur

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. maí 2009 13:15Uppfært 08. jan 2016 19:20

Fram hefur komið í fjölmiðlum að heilbrigðisráðherra íhugi að leggja á sérstakan sykurskatt til að hamla gegn tannskemmdum barna og unglinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkar hugmyndir koma fram. Á haustdögum 2004 voru slíkar hugmyndir til umræðu. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í september það ár var samþykkt svohljóðandi ályktun gegn sykurskatti:

  

„Þing Neytendasamtakanna hafnar hugmyndum um sérstakt gjald á sykur og gosdrykki. Sykur og sælgæti er samkvæmt könnun Hagfræðistofnunar 63% dýrara hér en að meðaltali í Evrópu. Þing Neytendasamtakanna telur að beita þurfi öðrum aðgerðum vegna mikillar sykurneyslu, m.a. fyrirbyggjandi fræðslu í skólum. Sérstök skattlagning er neyslustýring og leiðir til aukinna útgjalda heimilanna.”

sykur.jpg

 

 

Á vef Neytendasamtakanna segir að jafnframt hafi komið fram í fjölmiðlum að til athugunar sé að hækka opinber gjöld á eldsneyti, áfengi og tóbaki. Slík gjöld voru síðast hækkuð 12. desember sl. Ástæða er til að minna á að gjöld af þessu tagi (óbeinir skattar) fara beint út í verðlagið og hafa þar með áhrif á verðtryggð lán, hækka höfuðstólinn og auka greiðslubyrði þeirra. Neytendasamtökin lýsa andstöðu sinni við slíkri skattlagningu.