Svartfugl rokkaður á Tehúsinu í kvöld

Bandaríska tónlistarkonan Amelia Ray mun flytja tónlist sína, sem innblásin er af bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, á Tehúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Ýmsum öðrum viðburðum í fjórðungnum hefur hins vegar verið frestað vegna viðbragða gegn kórónaveirunni.

Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að frá og með mánudegi gangi í gildi bann við samkomum þar sem fleiri en 100 manns eða fleiri koma saman. Þá er hvatt til þess að tryggja að hóflegt bil sé á milli gesta og góður aðgangur að hreinlætisvörum.

Tónleikar Ameliu munu hins vegar fara fram eins og auglýst hefur verið klukkan 21:00 á Tehúsinu. Amelia, sem er bandaríks að uppruna, dvaldi í gestaíbúð Skriðuklausturs árið 2008 og heillaðist þá af Svartfugli.

Hún mun í haust senda frá sér plötu, sem innblásin er af sögunni um morðin á Sjöundá og hefur platan fengið nafnið Scenes from an Icelandic Novel. Í gegnum tónlist sína gefur Amelia hverr persónu bókarinnar tækifæri til að segja sína hlið sögunnar.

Ýmsum öðrum viðburðum hefur hins vegar verið frestað. Þar á meðal eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar með gítarleikaranum Svani Vilbergssyni sem halda átti á Eskifirði á sunnudag.

Útdráttur um hreindýraveiðileyfi fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum á morgun. Bein útsending verður á heimasíðu Umhverfisstofnunar en ekki í boði að fylgjast með á staðnum.

Samkomubannið tekur gildi eftir helgina. Á meðan það er í gildi mun messuhald og þar með vorfermingar. Á meðan verður boðið upp á netútsendingar frá messum. Tvær guðsþjónustur höfðu verið boðaðar á Austurlandi á sunnudag, annars vegar í Vopnafjarðarkirkju, hins vegar Kirkjuselinu í Fellabæ, verða á sínum stað.

Þá hefur Búðin á Borgarfirði tilkynnt að íbúum yfir sextugu, eða í sóttkví, bjóðist að panta vörur símleiðis, skrifa þær í reikning og annað hvort fá þær sendar heim eða sóttar af aðstandendum við búðardyr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.