Suzuki veður á Djúpavogi – "læðunum" stillt upp


Í frétt á vefsíðu Djúpavogshrepps kemur fram að blaðamaður Djúpavogshrepps varð var við all sérkennilega samkomu í brekkunni við grunnskólann þar í bæ. “Það kom á daginn að þarna var samankomin stjórn Súsúkífélagsins á Djúpavogi. Stjórnina skipa Kristján Guðmundsson, sem ekur um á Súsúkí Vítara og Pálmi Fannar Smárason en hann ekur um á Súsúkí Sædkikk. Tilefni fundarins var nýr meðlimur í félaginu en sá hafði fest kaup á forláta Súsúkí Vítara bifreið, árgerð 1988, áður í eigu Þóris Stefánssonar hótelstjóra. Sumir telja að kaupverðið hafi verið langt yfir markaðsverði, en flestir eru þó sammála um að kr. 1.780.000.- sé sanngjarnt verð, en það er einmitt upphæðin sem hinn stolti kaupandi, Óðinn Sævar Gunnlaugsson, borgaði fyrir gripinn.” segir í fréttinni.


Ekki fer sögum um hvort Ólafi Ragnari úr Næturvaktinni hafi verið boðið að gerast heiðursfélagi í klúbbnum, en hann er jú þekktur fyrir að eiga Suzuki jeppa sem hann kallar “Læðuna”.

suzuki.jpg

Mynd: www.djupivogur.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.