Orkumálinn 2024

SÚN veitti 66 milljónir í styrki á árinu

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) hefur veitt 66 milljónum króna í styrki til samfélagsmála á Norðfirði á árinu. Seinni úthlutun ársins var fyrr í þessum mánuði.

Að þessu sinni voru veittir eru styrkir í flokkunum menning, menntun og íþróttir. Að þessu sinni var úthlutað 21 styrk að upphæð 14,2 milljónum. Í maí á þessu ári var úthlutað úr sjóðnum tæplega 10 milljónum.

Meðal styrkja á þessu ári má nefna að rokkhátíðin Eistnaflug fékk 6 milljónir og fjölskylduhátíðin Neistaflug 3,5 milljónir. Köld tónlistarhátíð, skynörvunarherbergi fyrir nemendur með sérþarfir í Nesskóla og endurnýjum á vélsleðum björgunarsveitarinnar Gerpis fengu eina milljón hvert verkefni.

Djúpið, leikfélag Verkmenntaskólans 800 þúsund krónur, Leikfélag Norðfjarðar 700.000 kr., tölvur fyrir starfsbraut og nýbúa í Verkmenntaskóla Austurlands 600.000 kr. og Tæknidagur fjölskyldunnar 400.000.

Samvinnufélag útgerðarmanna á eignarhlut í Síldarvinnslunni hf. og nýtir stóran hluta af árlegum arði af þeirri eign til að styrkja samfélagsverkefni í heimabyggð. Auk áðurnefndra styrkja setti SÚN fimm milljónir í Art Attack verkefni, 1,5 milljónir í gerð steinahellis í Náttúrugripasafninu í Neskaupstað og Landsmót UMFÍ 50+ fékk 1 milljón sem og Skjala- og myndasafn Norðfjarðar í tilefni af 40 ára afmæli.

Íþróttafélög fengu auk þessa styrki að upphæð tæpar 13 milljónir. Einnig fjármagnar SÚN útsýnispall við Norðfjarðarvita sem kostar um 20 milljónir króna.

Rokkhátíðin Eistnaflug var meðal þeirra sem fengu hæstu styrkina frá SÚN á árinu.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.