SÚN býður í skötuveislu í tilefni stórafmælis

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) býður Norðfirðingum í skötuveislu á morgun í tilefni þess að félagið er 90 ára í ár.

„Við höfum gert ýmislegt í tilefni afmælisins og þar sem árið er senn liðið er síðasti séns á að gera eitthvað.

Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi og ákváðum því að halda skötuveislu,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN.

Veislan verður á Hótel Hildibrand og er búist við það mikilli aðsókn að skipt er upp í tímasett holl. Hægt er að nálgast miða í veisluna á hótelinu. Auk skötunnar verður saltfiskur og plokkfiskur á boðstólunum.

Guðmundur segir ríka hefð fyrir skötu í Neskaupstað á Þorláksmessu. „Í gegnum tíðina hafa verið vel sótt skötuhlaðborð á veitingastöðum bæjarins. Síðan hefur verið skata á ákveðnum vinnustöðum.“

En hvað finnst honum sjálfum um skötuna? „Mér finnst hún mjög góð. Ég lærði að borða hana þegar ég var veitingamaður í Egilsbúð. Þá var ekki annað hægt en að láta sig hafa hana.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.