Stuðmenn mæta á Borgarfjörð

Stuðmenn verða ein þeirra fimm hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í sumar.

Dagskrá hátíðarinnar var kynnt í dag. Auk Stuðmanna stíga á svið Bríet, Mugison, heimakonan Aldís Fjóla og Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella.

Miðasala er jafnframt hafin á hátíðina sem haldin verður 24. júlí.

Miðasala er jafnframt hafin á LungA sem haldin verður 14. – 17. júlí. Hátíðin er styttri en vanalega en endar sem fyrr á stórtónleikum. Ekki hefur ekki verið tilkynnt hvaða listafólk kemur þar fram.

Skipuleggjendur Stöð í Stöð á Stöðvarfirðir hafa hins vegar kynnt nokkra dagskrárliði hátíðarinnar, sem verður 1. – 4. júlí. Verður þar meðal annars slegið upp balli með Páli Óskari auk þess sem blásið verður til Íslandsmótsins í bubblubolta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.