Stórleikur Bayo dugði ekki til

Rúmlega fjörutíu stig Bayo Arigbon dugðu ekki körfuknattleiksliði Hattar sem tapaði fyrir Hrunamönnum 103-90 um seinustu helgi. Liðið er í bullandi fallbaráttu.

 

ImageSegja má að leikurinn hafi verið keppni milli Bandaríkjamannanna tveggja, Cedric Holmes hjá Hrunamönnum og Bayo hjá Hetti. Cedric skoraði 43 stig en Bayo 42 auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Hrunamenn leiddu allan leikinn, voru 49-37 yfir í hálfleik.

Auk Bayo átti Sveinbjörn Skúlason ágætan leik fyrir Hattarliðið, skoraði 16 stig. Bosko Boskovic reimaði á sig körfuknattleiksskóna á ný, skoraði tíu stig og tók fjögur fráköst en spilaði ekki nema hálfan leikinn. Annan leikinn í röð var þriggja stiga nýting Hattar slæm, 4 skot af 22 fóru niður en erfitt er að vinna leiki þegar liðið fær yfir 100 stig á sig. Höttur leikur næst gegn Fjölni 31. janúar og verður sá leikur á Egilsstöðum.

Liðið er næst neðst í deildinni, með fjögur stig, en tvö neðstu liðin falla úr deildinni. Ármann er í áttunda sæti með sex stig, Hrunamenn sjöundu með átta stig og Þór Þorlákshöfn í því sjötta með tíu stig. Neðstir eru Laugdælir með tvö stig en reikna má að fallbaráttan verði milli þessara fimm liða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.