Orkumálinn 2024

Stokkið í sjóinn til að kæla sig

Austfirðingar hafa beitt ýmsum ráðum til að reyna að kæla sig í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir fjórðunginn undanfarna viku þar sem hitinn hefur ítrekað farið yfir tuttugu stig. Áfram verður hlýtt í dag en síðan kólnar.

Næst hæsti hiti á landinu í gær var á Möðrudal á Fjöllum, 24,1 gráða. Ögn kaldara var á Brú á Jökuldal. Á Egilsstöðum hefur hitinn farið yfir 23 gráður undanfarna þrjá daga.

Spáð er sól og um eða yfir 20 stiga hita víða um Austurland í dag. Þannig var hitinn þegar kominn í rúmar 20 gráður á Borgarfirði klukkan átta í morgun. Eftir daginn í dag er þó búist við að vindáttin snúi sér til norðurs og við það kólnar skarpt.

En það er um að gera að njóta á meðan nefinu stendur og Austfirðingar sannarlega gert það síðustu daga. Í Neskaupstað skemmtu unglingarnir sér við að stökkva af miðbæjarbryggjunni í sjóinn meðan eldra fólkið lét vel um sig fara í sandinum eða stakk sér í sjóinn þar sem kajak- og sjósundsfólk hefur aðstöðu.

Mynd: Benedikt Karl Gröndal

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.