Orkumálinn 2024

Stóðu fyrir söfnun til styrktar Úkraínubúum

Krakkarnir sem luku öðrum bekk grunnskóla á Reyðarfirði í vor stóðu fyrir söfnun til styrktar stríðshrjáðu fólki í Úkraínu skömmu áður en skóla lauk í vor.

Krakkarnir sýndu frumkvæði með að fara af stað og ganga í hús í bænum þar sem þau söfnuðu flöskum og dósum.

Þau skiptu hverfum á milli sín og gengu hús úr húsi eftir skóla, nokkra daga í röð. Í lok vikunnar hittust þau, flokkuðu og töldu afraksturinn áður en farið var með hann í endurvinnsluna.

Afraksturinn, um 60 þúsund krónur, var afhentur hópi sem ferðaðist um Austurland með úkraínska dansa við komuna til Reyðarfjarðar.

Mynd: Aðsend


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.