Starfsfólk Lýsis sendi Önnu kassa af galdrameðalinu

Starfsfólk Lýsis hf. brást skjótt við og sendi stóran kassa af heilusuvörum frá fyrirtækinu á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði, eftir að Anna Hallgrímsdóttir, 101 árs íbúi þess greindi frá því í viðtali á N4 og Austurfrétt að hún teldi lýsi lykilinn að langlífi sínu og hreysti.Anna sem fagnaði 100 ára afmæli sínu í ágúst 2017 á rúmlega fimmtíu afkomendur, en hún giftist Einari Kristjánssyni og eignuðust þau þrjú börn. Aðspurð um galdurinn varðandi langlífið svaraði hún; „Ég hef alltaf tekið inn lýsi og geri enn. Ég held að það sé eitt af því sem unga fólkið þyrfti að gera meira af.“ Hér má horfa á viðtalið við Önnu.

Starfsfólk Lýsis frétti af ummælum Önnu og sendu stóra kassa austur, fullan af heilsuvörum frá Lýsi sem innihélt meðal annars tíu lýsisflöskur, lýsisperlur, heilsuþrennu, sportþrennu og fleira ásamt meðfylgjandi orðsendingu;

Sæl Anna

Okkur barst til eyrna skemmtilegt viðtal við þig á Austurfrett þar sem þú þakkaðir lýsisinntöku langlífi þitt og hreysti. Við rukum auðvitað til og fundum viðtalið á internetinu og höfðum gaman af, þá sérstaklega hversu ánægð þú ert með lýsið okkar góða. Okkur langar að gleðja þig og stuðla að því að þú verðir örugglega ekki uppiskroppa með lýsi og sendum þér því nokkrar lýsisflöskur ásamt fleiri vörum sem þú getur leyft öðrum að njóta með þér.

Njóttu vel og verði þér að góðu. Starfsfólk Lýsis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar