Stærsta jólatré á Austurlandi, kannski Íslandi?

Reyðfirðingarnir Sindri Brynjar Birgisson og María Emma Arnfinnsdóttir réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur nýafstaðin jól. Réttara væri að segja að þau hafi ekki ráðist á lægsta tréð.  Þau fengu sér 4,2 metra hátt tré í stofuna sem Austurfrétt telur vera hæsta tré landins hjá fjölskyldu - þangað til annað kemur í ljós.


María Emma segir að lofthæðin heima hjá þeim sé 4.5 metrar og þau vildu því nýta plássið eins vel og þau gátu. 

„Svo eru svona stór tré svo ótrúlega falleg. Svo skemmir ekki heldur fyrir að hávaðinn minnkar svakalega þegar tréð er svona stórt. Það er mjög hentugt þegar maður á þrjú lítil börn,“ segir María Emma og bæti þau við að þau hafi viljað nýta 4,5 lofthæðina í húsinu eins vel og þau gátu.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við erum í húsi sem býður uppá svona stórt jólatré og erum heldur betur sátt með það,“ segir María.

Þegar María er spurð hvort þau séu í samkeppni um hæsta tréð segir María að svo sé ekki. „En bróðir minn var alltaf með risa tré en í ár býr hann í húsi sem rúmar ekki upp á stórt tré svo ætli við þurfum ekki að taka við hefðinni. Þau koma til með að verða svona stór á hverju ári, ekki spurning,“ segir hún.

Yfirleitt hafa þau farið upp í sveitina þeirra í Fellum en í ár fengu þau tréð hjá skóræktarfélagi Reyðarfjarðar. „Við fórum lengst upp í skóg, þangað sem okkur var sagt að blágrenið væri en okkur finnst það fallegast. Við klöngruðumst með öll börnin í blautum og miklum snjó. Svo valdi Sindri bara eitthvert tré sem virkaði stórt og mikið. Mesti tíminn fór í að vaða snjóinn, svo var svona 5-10 mínútur að finna tréð.

Við þurftum reyndar að saga aðeins neðan af því og svona 45 cm að ofan til að koma því upp. Það var miklu stærra þegar það var komið inn en það virkaði úti í náttúrunni,“ segir hún að lokum. 

Óneitanlega minnir þetta atriðið fræga úr jólamyndinni Christmas Vacation þar sem jólatréð sprengdi alla glugga og setti stofuna í rúst þegar því var komið fyrir. 

Blágrenið stóra sem er 4.2 metrar á hæð. Mynd: María Emma


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.