Skvísudót á tombólu

Þær Bryndís Bjarkadóttir, fimm ára og Þórdís Karen Bjarkadóttir, sjö ára stóðu fyrir tombólu við aðalgötuna inn til Breiðdalsvíkur á þriðjudaginn.

Í samtali við Austurfrétt sögðust þær vera með alls konar dót til sölu en tiltóku þó sérstaklega skvísudót.

Þær sögðu viðskiptin hafa verið ágæt og nokkrir viðskiptavinir komið við og keypt af þeim. Þær byrjuðu í garðinum heima hjá sér en færð sig síðan yfir á bensínplanið þar sem fleiri komu við.

Þær voru ekki búnar að ákveða hvað þær myndu gera fyrir ágóðann þegar Austurfrétt ræddi við þær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.