Skrifar ástarsögu um leiðtogafundinn í Höfða

Steinunn Ásmundsdóttir, fyrrum ritstjóri Austurgluggans og blaðamaður Morgunblaðsins á Austurlandi, hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem hverfist í kringum leiðtogafund Ronalds Reagans og Mikhails Gorbatjovs í Reykjavík haustið 1986.

Sagan heitir einfaldlega „Ástardaga“ gerist á fimm dögum í kringum fundinn og næstu fimm ár þar á eftir, á meðan hlutirnir eru til lykta leiddir eftir fundinn.

Aðalpersónurnar eru ungt stúlka í Reykjavík og franskur fréttaljósmyndari sem falla hvert fyrir öðru í aðdraganda fundarins.

Sagan inniheldur bæði lýsingar á lífinu í Reykjavík á þessum tíma sem fór á annan endann yfir fundinum. Þar eru snúrusímar og ritvélar, höft og kreddur en síðast en ekki síst kalda stríðið í algleymingi með tilheyrandi kjarnorkukvíða og stórveldaslag.

Þetta er áttunda bók Steinunnar sem áður hefur sent frá sér sex ljóðabækur og sannsöguna Manneskjusaga. Steinunn gefur bókina út sjálf undir merkjum Yrkis og er hún til bæði á sem rafbók og hljóðbók.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.