Skorar á fólk að fara í Tónspil

Tónspil í Neskaupstað hefur verið starfandi um árabil og þykir einstök því ekki eru margar álíka verslanir til á landinu. Mörgum þykir afar vænt um búðina og einn af þeim er Norðifirðingurinn Daníel Geir Moritz.  Hann ákvað skora á vini sína og aðra til að taka þátt í Tónspilsáskorunni.

 

Áskorunin felst í því að fara í Tónspil og kaupa eitthvað, þá má vera hvað sem er. „Mig langaði að athuga hvort ég gæti komið af stað áskorun til að minna fólk á að lita við hjá honum Pjetri. Það þarf alls ekki að hafa fengið áskorun til þess að taka þátt. Allir geta verið með og svo þarf bara að muna taka mynd af hlutnum og birta hana á facebook með millumerkinu #tónspilsáskorun. Það væri gaman að sjá þetta malla svona út árið og svo er hann líka með netverlsun og sendir hvert sem er,“ segir Daníel Geir. 

Hann bætir við hann hefur alltaf verið mikill tónspilsmaður og fundist þessi verslun vera Norðifirði til sóma. „Það er stundum þannig að fólk fer að taka því sem er snilld sem sjálfsögðum hlut og gleymir kannski kaupmanninum á horninu sem er til þjónustu reiðubúinn allt árið. Mér brá í brún þegar ég sá fyrir nokkru að húsið og verslunin væri komið á sölu. Þá langaði mig að gera eitthvað skemmtilegt fyrir karlinn,“ bætir hann við.

Tónspil hefur verið fastur viðkomustaður þeirra sem koma reglulega í heimsókn Austur. Daníel Geir segist alltaf kíkja við í Tónspil þegar hann er á ferðinni. „Oft er það þannig að mig vantar ekki neitt en alltaf fer ég út með eitthvað sem ég hef gagn og gaman að.“

 

Verslunin Tónspil í Neskaupstað

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.