Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði fagnar tíu ára afmæli í dag

Í dag fagnar Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði tíu ára afmæli sínu með hátíðardagskrá.


Hátíð hefst klukkan 14:00 í dag með því að húsið verður opnað með pop-up kaffihúsi, Kaffi Kvarnar, og Margrét Arnardóttir flytur tónlist fyrir gesti áður en boðið verður upp á leiðsögn um húsið.


Formleg setning hátíðarinnar er svo klukkan 15:00 þar flutt verða erindi og tónlistarflutningur verður í höndum Jóhönnu Seljan og hljómsveitar.


Klukkan 17:00 verður útilistaverk Arngríms Sigurðssonar afhjúpað og dagskránni lýkur í kvöld með tónleikum Hatara í Sköpunarmiðstöðinni. Ókeypis aðgangur er að allri dagskránni.

Árið 2011 réðst kraftmikill hópur fólks með þau Rósu Valtingojer og Zdenek Patak í broddi fylkingar í það verkefni að breyta frystihúsi á Stöðvarfirði, sem var lokað árið 2005, í Sköpunarmiðstöðina. Stofnað var samvinnufélag um kaup og rekstur hússins og hófst þá uppbygging verkefnisins. Í dag veita þau Una Sigurðardóttir og Vinny Wood verkefninu forstöðu.

Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú, hefur fylgst með verkefninu frá upphafi. „Auðvitað er það í sjálfu sér afrek að halda þessari starfsemi úti í tíu ár. Sköpunarmiðstöðin fæddist skömmu eftir hrun, samfélagið á Stöðvarfirði var í sárum atvinnulega séð og það skal enginn halda að þetta hafi verið auðvelt fyrstu árin. Já, og það er raunar ekki auðvelt enn í dag að halda svona starfsemi úti, þótt allir viðurkenni, í það minnsta í orð, hversu mikilvæg hún sé,“ segir Signý á heimasíðu Austurbrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.