Skellir gegn Keflavík og KFÍ

Körfuknattleikslið Hattar tapaði tveimur leikjum í seinustu útleikjaferð sinni um helgina. Liðið lenti fyrst í Íslandsmeisturum Keflavíkur í bikarkeppni karla og síðan í KFÍ á Ísafirði.

 

ImageAlltaf var ljóst að leikurinn í Keflavík á fimmtudagskvöld yrði erfiður en Hattarmenn stóðu sig vel í fyrri hálfleik. Þeir leystu pressuvörn Keflvíkinga vel og voru 48-39 undir í hléi. Heimamenn breyttu um varnaraðferð í seinni hálfleik, biðu eftir Hattarmönnum, þjöppuðu sér saman undir körfunni og lokuðu þannig á dauðafæri Hattarliðsins. Það bar strax árangur, munurinn varð fljótt tuttugu stig og jókst stöðugt upp í 107-58 í lokin. Hattarmönnum gekk flest í mót, klúðruðu einföldum sniðskotum og skot Ben Hill harðneituðu að fara í körfuna. Hannibal Guðmundsson, þjálfari Hattar, vildi líka hvíla leikmenn fyrir ferðina á Ísafjörð tveimur dögum síðar.
„Fyrri hálfleikurinn var virkilega flottur. Við vorum búnir að skoða pressuvörn Keflvíkinganna og fara á æfingum hvernig við ætluðum að leysa hana. En það er erfitt að ráða við Keflvíkinga í svona ham eins og þeir voru í seinni hálfleik.“

En þar gekk engu betur. Þrátt fyrir að spila allan leikinn skoraði Ben bara fimm stig. Leikurinn tapaðist 74-53, þar sem Hattarmenn voru 37-13 í hálfleik eftir að hafa í raun tapað leiknum í fyrsta fjórðungi sem fór 22-5. Jerry Cheeves, með rúmlega tuttugu stig og tíu fráköst, var sá leikmaður Hattar sem gat helst unað við eigin leik. Þetta var seinasti leikur hans fyrir félagið en bæði hann og Ben hafa óskað eftir af samningum þeirra verði rift af persónulegum ástæðum.
„Það kemur illa við okkur að missa þá því þetta eru fínir strákar. En fyrir brottförum þeirra eru persónulegar ástæður og það ber að viða. Við leitum að nýjum aðila,“ sagði Hannibal.
Körfuknattleiksmenn eru komnir í jólafrí en deildarkeppnin er hálfnuð. Staða Hattar er slæm, liðið er í 9. sæti með 4 stig, en tvö neðstu lið deildarinnar falla úr henni. „Haustið hefur valdið vonbrigðum því við erum með góðan efnivið í liðinu. Við verðum að rífa okkur upp eftir jól.“

Stig Hattar gegn Keflavík: Jerry 23, Ben 15, Sveinbjörn, Sturla 6, Ragnar 4, Björgvin Karl, Hafliði 2.

Stig Hattar gegn KFÍ: Jerry 23, Hannibal, Björgvin Karl 10, Ben, Sturla 5.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.