Orkumálinn 2024

Sjómannadagshelgin: „Það fara bara allir í kraftgallana”

„Ég hef komið að undirbúningi sjómannadagshelgarinnar í fimmtán ár með hléum og man ekki til þess að hafa verið að undirbúa hana í snjókomu áður,” segir Kristinn Þór Jónsson, formaður sjómannadagsráðs á Eskifirði, en formleg dagskrá hennar hefst á Eskifirði á morgun.



Kristinn segir dagskrána að mestu vera með hefðbundnu sniði. „Fjörið hefst hér á Eskiriði í kvöld þegar Fjarðadætur verða með glæsilega Aretha Franklin heiðurstónleika í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands. Okkar dagskrá hefst svo á morgun, fimmtudag. Í ár munum við pufukeyra nýjan viðburð, tvenna tónleika sem við köllum Heima í stofu. Þá hugmynd fengum við frá Færeyjum, en Einar Ágúst Víðisson treður upp á fyrri tónleikunum sem verða í heimahúsi á morgun og Andri Bergmann á þeim seinni sem verða á laugardaginn. Við erum afar spennt að sjá hvernig þetta kemur út og er vonandi eitthvað sem er komið til að vera, en í ár mun ekki verða neinn aðgangseyrir á þessa tónleika,” segir Kristinn.


Að vanda er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg, siglingin verður á sínum stað, sem og dorgveiðikeppnin, fjörið á Eskjutúninu og á Mjóeyrinni, sem og dansleikur á laugardagskvöldið. „Við munum ekki láta veðrið á okkur fá, það fara bara allir í kraftgallana og njóta helgarinnar,” segir Kristinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.