Sjö Austfirðingar á lista Röskvu

Sjö háskólanemar frá Austurlandi eru á framboðslista Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskóla Íslands, í kosningar til Stúdentaráðs. Kosið verður á miðvikudag og fimmtudag.

Kosið er eftir sviðum háskólans og þaðan skipa sviðin áfram sína fulltrúa inn í stúdentaráð. Framboðslistarnir koma frá tveimur framboðum, annars vegar Röskvu hins vegar Vöku.

Framboðin leggja fram lista bæði aðal- og varafulltrúa. Á lista Röskvu eru sjö Austfirðingar, þar af þrír aðalmenn. Þá er Guðjón Björn Guðbjartsson, formaður Röskvu frá Norðfirði.

Austfirðingarnir á framboðslistum Röskvu:

Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir frá Fáskrúðsfirði. Skipar 5. sæti á verkfræði- og náttúruvísindasviði en hún stundar nám í rafmagns- og tölvuverkfræði.
Sigurður Vopni Vatnsdal Gíslason frá Vopnafirði er í þriðja sæti á menntavísindasviði en hann er í grunnskólafræðum.
Anna Margrét Arnarsdóttir frá Norðfirði er í fjórða sæti á hugvísindasviði en hún nemur bókmenntafræði.

Daníel Kári Guðjónsson, nemi í félagsfræði frá Reyðarfirði, er varamaður á félagsvísindasviði.
Hrönn Hilmarsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði frá Norðfirði, er varmaður á heilbrigðisvísindasviði.
Martin Sindri Rosenthal, nemi í sálfræði frá Norðfirði, er varamaður á heilbrigðisvísindasviði.
Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, nemi í næringarfræði frá Norðfirði, er varmaður á heilbrigðisvísindasviði.

Guðjón Björn formaður við listakynningu framboðsins. Mynd: Röskva

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.