Sjö tilboð í rofvarnir við Hálslón
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. maí 2009 14:29 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Sjö tilboð bárust Landsvirkjun í rofvarnir við Hálslón og viðhald vega á Kárahnjúkasvæðinu. Tilboðin voru opnuð á mánudag. Kostnaðaráætlun nam 21,6 milljónum króna og voru þrjú tilboðanna lægri en sú upphæð. Vökvavélar ehf. buðu rúmlega 16,8 milljónir, ÞS Verktakar buðu tæpar 19,9 milljónir og Héraðsfjörður 20,8 milljónir króna. Hæsta tilboðið kom frá Stefáni Einarssyni ehf. og nam rúmlega 29,6 milljónum.
|
Vökvavélar ehf.
|
16.848.000 |
| Þ.S. Verktakar ehf. | 19.890.315 |
| Héraðsfjörður ehf. | 20.801.460 |
| Ístak hf. | 22.890.661 |
| Stefán Einarsson ehf. | 29.644.925 |
| Vélaleiga JS og Vélaleiga Sigga Þórs | 21.165.000 |
| Jónsmenn ehf. | 21.059.175 |
| Kostnaðaráætlun | 21.595.000 |