Selfyssingar verða taugaveiklaðir í kvöld

Í kvöld klukkan 18:00 taka Fjarðabyggaðarmenn á móti Selfyssingum í 1. deild karla í knattspyrnu. Fjarðabyggðarliðið þarf á stigi að hald í botnbarráttunni, meðan Selfyssingar verða að vinna til að eiga möguleika á að komast í úrvalsdeildina.

Heimir Þorsteinsson þjálfari segir erfitt en alls ekki óviðráðanlegt verkefni fyrir höndum.
“Við ætlum náttúrulega að verjast, en ekki bara verjast. Við ætlum að leggja þetta upp svipað og í síðasta leik þegar við héldum markinu hreinu. Það er dagskipunin að halda markinu hreinu, þessir menn eru búnir að skora 50 mörk í sumar. Svo reynum við náttúrulega að setja á þá mark í upphlaupum.”

Heimir segist ekki alveg í rónni ennþá vegna stöðunnar í deildinni. “Meðan er möguleiki á falli þá er sú hugsun alltaf að tjaldabaki. Það er óþægilegt. Þetta er algerlega í okkar höndum. Ef við stöndum okkur vel þá föllum við ekki. Ef þetta væri ekki okkar höndum þá væri ég meira kvíðinn.”

Stöðumat Heimis fyrir leikinn í kvöld er að öll pressan sé á Selfyssingum. “Selfyssingar verða að vinna, þess vegna búumst við því að þeir verði ákafir og taugaveiklaðir í kvöld, það hentar okkur ágætlega. Sérstaklega meðan við erum það ekki sjálfir.” sagði Heimir Þorsteinsson þjálfar Fjarðabyggðar.kr_kff_bikar.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.