Orkumálinn 2024

Segir Seyðfirðinga rjúfa samstöðuna

gummi_trubador_2007_553127.jpgGuðmundur Rafnkell Gíslason, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafa rofið samstöðuna um gerð jarðganga milli þéttbýliskjarnanna á mið-Austurlandi.

Guðmundur skrifar um ályktun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar á bloggsíðu sína í dag. Í seinustu viku samþykkti bæjarstjórnin ályktun þar sem samþykkt var að leita allra leiða til að gerð verði göng milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Í greinargerð með ályktuninni, sem lögð var fram af oddvitum beggja flokka í bæjarstjórn, er meðal annars bent til farartálmans sem Fjarðarheiði hefur reynst gagnvart farþegum farþegaferjunnar Norrænu. Þar segir að erfitt hafi reynst að afla svo stórhuga framkvæmd, sem Samgöng séu, fylgist í einum áfanga. „Áratuga stórhuga barátta Seyðfirðinga fyrir jarðgöngum hefur litlu skilað. Seyðfirðingar hafa sýnt öðrum jarðgangaframkvæmdum í landinu mikinn skilning og staðið heilshugar að baki þeim. Nú er einfaldlega komið að Seyðfirðingum. Við óbreytt ástand í samgöngumálum geta Seyðfirðingar ekki lengur við  búið.“

Guðmundur, sem búsettur er á Norðfirði, segist hafa stutt Samgöng og meira að segja verið fylgjandi því að fresta nýjum Norðfjarðargöngum ef tryggt yrði að Samgöng yrðu að veruleika. Hann hafi hlakkað til að komast til Seyðisfjarðar, jafnvel sameinast þeim, enda séu bæirnir um margt líkur og perlan Mjóafjörður á milli þeirra.
„Seyðisfjörður er endastöð, Neskaupstaður líka. Samgöng hefðu breytt því. Nú hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar ályktað og ég verð að segja að ég er súr. Ég man ekki betur en að ég og mínir félagar höfum verið sakaðir um að eyðileggja samstöðuna um Samgöng. Margur heldur mig sig,“ ritar Guðmundur og spyr að lokum: „Seyðfirðingum liggur kannski á í flug?“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.