Safna myndum úr samkomubanni

Menningarstofa Fjarðabyggðar annars vegar og Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað í samstarfi við Minjasafn Austurlands hins vegar, hafa hrundið af stað verkefnum til að safna ljósmyndum sem sýna líf Austfirðinga á tímum samkomubanns.

„Síminn er dagbók dagsins í dag,“ segir Ari Allansson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar. Stofan hefur óskað eftir því að íbúar sendi inn myndir úr lífi sínu á tímum heimsfaraldurs covid-19 veirunnar.

„Þú þarft ekki að vera ljósmyndari eða listamaður eða myndin að vera falleg eða merkileg. Við höfum þegar fengið góðar myndir úr hversdagsleikanum, sumar eru fyndnar, aðrar sorglegri. Við erum að leita eftir myndum þannig að síðar meir verði hægt að skyggnast til baka og sjá brot úr hversdagsleikanum.

Þetta er líka hugmynd til að sýna fram á að þótt maður þurfi að vera innanhúss sé hægt að halda áfram að vera skapandi og frjór.“

Ari hyggst setja myndirnar upp á sýningu þegar það verður hægt í sumar. Það sama stendur til hjá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Minjasafninu sem fengið hafa ljósmyndarann Töru Ösp Tjörvadóttur til að safna samtímaheimildum.

„Við erum að leita að öllu sem að einhverju leyti er öðruvísi núna heldur en það var. Við sækjumst eftir allri starfsemi sem hefur breyst, fólki að gera heimaæfingar, er í sóttkví. Margir hafa til dæmis tekið upp ný áhugamál, að púsla og baka bananabrauð. Við viljum gjarnan mynda það,“ segir Tara Ösp.

Huga þarf að sóttvörnum þegar myndirnar eru teknar. „Ég hef byrjað á tómum byggingum og mynda fólk í gegnum glugga, hurðir og slíkt,“ segir hún.

Hægt er að senda inn myndir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða koma á framfæri ábendingum um myndefni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða beint til hennar í gegnum Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.