Orkumálinn 2024

Ráðuneyti taki rekstur Helgafells til skoðunar

Í nýlegri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), er því beint til heilbrigðisráðuneytisins að taka rekstur dvalarheimilisins Helgafells á Djúpavogi til gagngerrar endurskoðunar. Segir í úttektinni að rekstur þess falli ekki undir skilgreint hlutverk HSA. Auk þess séu heimilismenn í raun hjúkrunarsjúklingar og fái því ekki þá faglegu heilbrigðisþjónustu sem þeim beri við núverandi aðstæður.

image0011.jpg

,,Heilbrigðisráðuneytið getur gert eitt af þrennu, lagt rekstur heimilisins niður, tryggt að þar séu í raun einstaklingar sem eiga heima á dvalarheimili en ekki hjúkrunarheimili eða skilgreint heimilið sem hjúkrunarheimili og tryggt því viðeigandi fjárveitingar sem slíku þannig að hægt verði að veita þá faglegu þjónustu sem heimilismönnum hjúkrunarheimilis ber.

HSA tók við rekstri Helgafells á Djúpavogi í ársbyrjun 2008 að beiðni heilbrigðisráðuneytisins þrátt fyrir að Helgafell sé dvalarheimili og falli þar með ekki undir hefðbundna starfsemi HSA. Ráðuneytið greiðir dvalarheimilisdaggjöld með hverjum heimilismanni. Engu að síður eru þeir sem dvelja á dvalarheimilinu í raun flestir hjúkrunarsjúklingar og þyrftu að fá faglega þjónustu og umönnun sem slíkir. Aðstaða á Helgafelli og mönnun tekur ekki tillit til þessarar staðreyndar né heldur sú fjárveiting sem HSA fær fyrir rekstrinum. Þetta veldur bæði heimilismönnum og starfsmönnum Helgafells, sem allir eru ófaglærðir, óöryggi og vanlíðan að eigin sögn. Loforð um 10 m.kr. greiðslu til rekstrarins í ársbyrjun 2008 var efnt í desember 2008,“ segir í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.