Orkumálinn 2024

Ræningjar í Sláturhúsinu

Innbrot var gert í Sláturhúsið, menningarmiðstöð, á Egilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins. Þetta mun vera í annað sinn á skömmum tíma sem innbrot er gert í Sláturhúsið, stutt er síðan þjófar höfðu þaðan verðmæti á brott.

Í aurum talið hefur samtals verið rænt fyrir andvirði rúmlega hálfrar milljón króna í innbrotunum tveimur. Í þetta skipti var ránsfengurinn Playstation leikjatölva og hljóðkerfi. Kristín Scheving, framkvæmdarstjóri Sláturhússins segir þetta kalla á aukna öryggisgæslu í húsinu. Það bitni svo aftur á þjónustunni en fjölmargir listamenn hafa haft mjög svo frjálsan aðgang að húsinu, á því verður nú breyting. Þetta kemur fram í fréttum www.ruv.is
 
Sjaldan hafa eins mörg innbrot verið framin á stuttum tíma á Austurlandi. Um helgina voru framin tvö innbrot á Reyðarfirði. 
 
Hugsanleg vitni eru beðin að snúa sér til lögreglunnar á Egilsstöðum. 
playstation.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.