Orkumálinn 2024

Rithöfundalestin 2020: Sumar í september eftir Svein Snorra Sveinsson

Sumar í september er fjórtánda bók Sveins Snorra Sveinssonar frá Egilsstöðum og hans önnur skáldsaga. Bókin er ástarsaga tveggja einstaklinga með ólíkan bakgrunn.

„Sagan fjallar um blandað hjónaband Íslendings og konu frá Filippseyjum. Ég vildi gjarnan segja eitthvað fallegt og jákvætt um slíkt samband því nóg er af hryllingssögunum. Þess vegna fannst mér þetta vera saga sem yrði að heyrast,“ segir Sveinn Snorri.

Sögusviðið er fjölbreytt en auk Íslands gerist sagan í Dubai, Amsterdam og París.

Þetta er fyrri bókin af tveimur sem Sveinn Snorri skrifar um þetta efni. Sú seinni er enn í smíðum en á að koma út á næsta ári og hefur hlotið nafnið „Ferðalag til Filippseyja.“

Sveinn Snorri Sveinsson er fæddur á Egilsstöðum árið 1973. Hann birti sín fyrstu ljóð í skólablaði Menntaskólans á Egilsstöðum og gaf út ljóðabókina Andhverfur snemma vetrar 1991.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.