Rithöfundalestin 2020: Röntgensól eftir Kristian Guttesen

Röntgensól er tólfta ljóðabók Kristian Guttesen, en sú fyrsta, Afturgöngur, kom út árið 1995. Nýja bókin var fullgerð á einum tunglmánuði.

Kristian er fæddur árið 1974 í Danmörku en flutti 11 ára til Íslands. Hann er með BS-próf í hugbúnaðarverkfræði, MA-próf í ritlist og MA-próf í heimspeki auk viðbótardiplómu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands.

Hann bjó á Egilsstöðum á árunum 2013-2015 og starfaði sem kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hann tók virkan þátt í ritlistarstarfi eystra, en Félag ljóðaunnenda á Austurland gaf út úrval ljóða hans árið 2015 undir nafninu Eilífðir.

Röntgensól er að sögn Kristian unnin á einum tunglmánuði. Hann átti 5-6 ljóð og 4 fullgerðar þýðingar þegar hann ákvað að ráðast í að gefa út bókina. Á 18 dögum samdi hann síðan 40 ljóð í viðbót og lauk við bókina.

„Með nokkurri einföldun mætti lýsa aðferðinni, eða heimspekinni við vinnslu bókarinnar, sem trú á tilviljanir. Eitt er víst að útkoma beitingu hennar er líkt og galdri hafi verið kastað,“ segir Kristian.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.