Rithöfundalestin af stað á morgun

Fimm rithöfundar, þar af tveir austfirskir, verða um borð í hinni árlegu rithöfundalest sem ferðast um Austurland næstu daga og les upp úr nýútkomnum verkum.

Rithöfundar í lestinni þetta árið eru: Hildur Knútsdóttir með hrollvekju fyrir fullorðna, Myrkrið á milli stjarnanna og barnabók sem hún skrifar með Þórdísi Gísladóttur, Nú er nóg komið.

Hallgrímur Helgason kynnir skáldsöguna Sextíu kíló af kjaftshöggum og jólajóðabókina Koma jól? sem er myndskreytt af Rán Flygenring. Sölvi Björn Sigurðsson er með sögulega glæpaskáldsöguna Kóperníka.

Í lestinni eru einnig austfirsku höfundarnir Árni Friðriksson frá Egilsstöðum með Einleikir um tímalaust eðli og Hrönn Reynisdóttir frá Eskifirði með Ég á þig, glæpasögu fyrir ungmenni. Í tilefni þess að 100 ár eru frá fæðingu skáldsins Einar Braga verður alls staðar lesið úr nýútkomnu ljóðasafni hans.

Rithöfundalestin leggur upp frá Hildibrand hótel í Neskaupstað á morgun, fimmtudag, klukkan 20:00, stoppar í Kaupvangi á Vopnafirði 20:30 á föstudagskvöld, í Löngubúð á Djúpavogi á laugardag klukkan 14:00 og í Skaftfelli Seyðisfirði klukkan 20:00 um kvöldið áður en hún kemur á endastöð á Skriðuklaustri í Fljótsdal klukkan 14:00 á sunnudag. Netútsending verður þaðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.