Orkumálinn 2024

Rithöfundalestin 2020: Sláturfélagið Örlygur eftir Sigurjón Bjarnason

Sláturfélagið Örlygur – þættir úr sögu samvinnu félags er nýjasta afurðin frá austfirsku bókaútgáfunni Bókstaf. Félagið starfaði í um hálfa öld vestur í Rauðasandshreppi.

Það er Sigurjón Bjarnason á Egilsstöðum sem tekið hefur saman bókina en hann er sjálfur alinn upp í hreppnum.

„Félagið starfaði með nokkrum blóma meðan ég var að alast þar upp,“ segir Sigurjón um bókina.

Sigurjón komst fyrir nokkrum árum yfir fundargerðir samvinnufélagsins og hefur unnið bókina upp úr þeim ásamt öðrum heimildum. Í henni er saga Örlygs rakin frá stofnun um 1930 þar til það var sameinað Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.