Orkumálinn 2024

Rithöfundalestin 2020: Silfurberg eftir Kristján Leósson og Leó Kristjánsson

Bókin Silfurberg – íslenski kristallinn sem breytti heiminum eftir feðgana Leó Kristjánsson og Kristján Leósson fjallar um silfurbergið sem numið var á Helgustöðum í Reyðarfirði og áhrif þess á heimssöguna.

Það er Kristján sem lauk við bókina en faðir hans Leó lést í sumar. Hann hafði þá eytt 25 árum í að rannsaka afdrif silfurbergsins frá Helgustöðum.

„Margir Austfirðingar þekkja námuna en færri vita hve mikil áhrif hún hafði á þróun vísinda og tækni í Evrópu frá því um 1670 og fram yfir aldamótin 1900,“ segir Kristján um bókina.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.