Rithöfundalestin 2020: Húsasaga Seyðisfjarðar

Húsasaga Seyðisfjarðar, í ritstjórn Þóru Guðmundsdóttir var uppfærð og endurútgefin á árinu í tilefni 125 ára kaupstaðarafmælis staðarins.

Í aðdraganda 100 ára afmæli kaupstaðarins árið 1995 kom upp sú hugmynd að gera lítinn bækling um húsin í bænum. Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt, tók verkið að sér. Útkoman varð ríflega 300 blaðsíðna bók.

„Ég tók þetta verkefni að mér og það óx í höndunum á mér. Þegar ég fór að kafa inn í húsaarfinn sá ég hvað þar lá mikil saga og verðmæti, verðmæti sem ákveðin hætta steðjaði að.

Það var stemming í bænum að gömlu húsin væru dýr og fyrir. Það þyrfti að losna við þau til að rýma til fyrir nútímanum,“ segir Þóra.

Bókin seldist fljótt upp og síðan hefur reglulega verið rætt um að endurútgefa hana. Af því varð loks í sumar og kom hún út með uppfærðum texta auk þess sem fjöldi mynda bættist við.

Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.