Orkumálinn 2024

Rithöfundalestin 2020: Fjallakúnstner segir frá

Á árinu kom út í þriðja sinn samtalsbók Pjeturs Hafsteins Lárussonar við Stefán Jónsson úr Möðrudal, „Fjallakúnstner segir frá."

Bókin leit fyrst dagsins ljós árið 1980 en var endurútgefin 2009 og aftur nú.

Stefán var á síðustu öld einn merkasti fulltrúi íslenskrar alþýðumenningar. Umhverfið og lífið á uppeldisslóðum hans í Möðrudal á Fjöllum spiluðu mikinn þátt í listsköpun hans, þótt hann byggi lengi í Reykjavík. Þar setti hann svip sinn á borgarlífið.

Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.