Rithöfundalestin 2020: Árhringur eftir Björgu Björnsdóttur

Árhringur – ljóðræna dagsins er fyrsta bók Bjargar Björnsdóttur. Ljóðin í bókinni byggja meðal annars á átaki þar sem hún skrifaði örljóð hvern dag í heilt ár.

„Fyrri hluti bókarinnar heitir Ár. Í honum eru 12 ljóð sem nefnd eru eftir gömlu íslensku mánaðarheitunum,“ segir Björg um bókina.

„Þau byggja á verkefni sem ég fór með af stað fyrir sjálfa mig sem kallaðist ljóðræna dagsins. Þar skrifaði ég eina ljóðrænu á dag í 365 daga inn á Twitter og Facebook. Í þeim varpaði ég upp myndum úr mínu hversdagslífi.

Síðari hlutinn kallast Hringur. Það ljóð fjallar áfram um tímann og hina eilífu hringrás en kynslóðirnar bætast við, þær sem koma og fara, hvað þær læra hver af annarri og miðla hver af annarri.

Það er ekkert leyndarmál að hugmyndin að því ljóði er að stórum hluta fengin frá föður mínum, Birni Þór Pálssyni, sem lést árið 2012 enda er bókin tileinkuð honum.“

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.