Orkumálinn 2024

Regnbogastrætið vekur áfram athygli á heimsvísu

Hin regnbogalitaða Norðurgata á Seyðisfirði heldur áfram að vera ein helsta landkynning Íslendinga. Gatan er notuð sem dæmi um eftirtektarverða staði í bæði mexíkóskum og breskum blöðum.

Staðarblaðið La Tarda í Reynosa í Mexíkó telur upp nokkra staði sem aðgreini Ísland frá öllum öðum löndum heims. Þar hafi regnboginn gert innreið sína. Í inngangi nýjustu greinar blaðsins segir að það hafi þegar verið fjallað um regnbogagötuna en þar er aftur birt mynd af því sem og fleiri eftirtektarverðar stöðum annars staðar af landinu.

„Ísland er eitt yndislegasta land heims. Þótt regnboginn hafi ekki látið sjá sig sérstaklega á gleðidaginn þá finnst okkur kannski ekki til of mikils mælst að náttúran sýni okkur á að fegurð sé falin í fjölbreytileikanum – ekki satt?“ skrifar La Tarda.

The Sun er eitt útbreiddasta dagblað Bretlands, um 1,2 milljón eintaka er seld á hverjum degi. Eflaust hafa flestir Íslendingar heyrt á blaðið minnst sem reglulega ýfir fjaðrir með efnistökum og fyrirsögnum.

Ferðadálkur blaðsins var í vikunni helgaður Austurlandi sem er sagt hafa ferskasta loft sem lesendur hafi nokkru sinni andað að sér, auk norðurljósanna. Meðal annars er mælt með gönguferð upp að Hengifossi í klakabrynju, hestaferð á Finnsstöðum, axarkasti á Hallormsstað og slökun í Vök Baths.

Þá er einnig talað um heimsókn á hinn litríka Seyðisfjörð, sem sé í fjarðarbotni sem helst minni á ævintýramynd. Þar sé Regnbogastrætið sem sé mest myndaði staður Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.