Orkumálinn 2024

Pólskir dagar á Reyðarfirði

Pólskir dagar verða haldnir á Reyðarfirði um helgina með fjölbreyttri hátíðardagskrá í Grunnskóla Reyðarfjarðar og Fjarðabyggðarhöllinni. Aðaldriffjöður hátíðarinnar er ung pólsk kona af nafni Beata Marczak, starfsmaður eins af undirverktökum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

polskir_dagar.jpg

Hátíðin hefst kl. 17 í dag, föstudaginn 21. nóvember, í Grunnskóla Reyðarfjarðar með fjölbreyttri menningar- og tónlistarhátíð. Við setninguna flytja stutt ávörp bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir og ræðismaður Póllands á Íslandi, Danuta Szostak.

Auk ljósmyndasýningar með myndum frá Póllandi verða á föstudag haldnir tónleikar með pólska söngvaranum Elzbieta Arsso og síðar um kvöldið verður sýnd kvikmyndin Katyn, eftir pólska leikstjórann Andrzej Wajda, sem hlaut m.a. tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir myndina.

Á laugardag hefjast hátíðarhöldin með unglistahátíð kl. 13 í Grunnskóla Reyðarfjarðar, þar sem börnin á staðnum segja ævintýri, sýna eigin listaverk og bjóða upp á pólska leiki og spurningakeppni. Klukkan 15 hefst vináttulandsleikur í fótbolta í Fjarðabyggðarhöll milli starfsmanna og verktaka Alcoa. Að leik loknum verður boðið upp á pólskar kökur. Hátíðinni lýkur svo með kynningu á pólskri háðsádeilu og gamanlist.

Að pólskum dögum standa fyrirtækin Launafl og VEH vélaverkstæði sem starfa sem undirverktakar Alcoa í álverinu og Sómi, starfsmannafélag Alcoa Fjarðaáls. Styrktaraðilar pólskra daga eru AFL starfsgreinafélag og Alcoa Fjarðaál.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.