Páll og Heimir taka við Fjarðabyggð

Samkvæmt heimildum Austurgluggans verða Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson kynntir sem nýir þjálfarar Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í dag. Nýr þjálfari og samningar við leikmenn eru efni blaðamannafundar sem félagið hefur boðað til síðdegis.

 

ImageNafn Heimis hefur verið það sem oftast hefur verið nefnt til sögunnar í umræðum um þjálfaramál Fjarðabyggðar í sumar. Hann tók við liðinu þegar þrír leikir voru eftir af seinasta tímabili og undir hans stjórn bjargaði það sér endanlega frá falli með 2-1 sigri á Selfossi á heimavelli. Heimir stýrði liðinu upp úr 3. deild á sínum tíma og eitt ár í 2. deild áður en Þorvaldur Örlygsson tók við.
Páll Guðlaugsson er reyndur þjálfari sem tók við Leikni Fáskrúðsfirði fyrir seinasta sumar. Hann gat sér góðs orðs í Færeyjum þar sem hann fékk silfurmerki íþróttasambands Færeyja fyrir starf sitt fyrir knattspyrnusambandið en hann þjálfi færeyska landsliðið um tíma. Hann þjálfaði Keflavík og Leiftur í úrvalsdeild.
Austurglugginn hefur ekki upplýsingar um verkaskiptingu þeirra né þjálfaramál Leiknis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.