Óska eftir tilnefningum um konur sem skara fram úr í atvinnulífinu
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. nóv 2023 16:48 • Uppfært 22. nóv 2023 16:48
Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) óskar eftir tilnefningum til viðurkenninga til handa konum sem skara fram úr í atvinnulífinu. Verðlaunað er í þremur flokkum.
Í fyrsta lagi er veitt viðurkenning FKA fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða fyrir að hafa verið konum í atvinnulífi sérstök hvatning eða fyrirmynd.
Í öðru lagi eru veitt hvatningarverðlaun til konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri. Lára Vilbergsdóttir, verslunarrekandi á Egilsstöðum, hlaut þá viðurkenningu þegar hún var afhent í fyrsta sinn árið 2000.
Í þriðja lagi er þakkarviðurkenning veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.
Tilnefnt er í gegnum heimasíðu FKA. Frestur til þess rennur út á morgun. Verðlaunin verða veitt í janúar. Síðasta sumar var stofnuð sérstök deild FKA fyrir Austurland. Yfir 100 konur mættu á stofnfundinn.