Opna netsýningu í tilefni þess að ár er liðið frá skriðuföllunum

Ströndin Studio hefur opnað ljósmyndasýningu á netinu tileinkaða fólkinu sem stóð í eldlínunni þegar stóra skriðan féll á Seyðisfjörð fyrir ári.

Skriðan féll um tíu mínútur fyrir þrjú þann 18. desember í fyrra. Ár er því liðið frá atburðunum. Af því tilefni var sýningin opnuð í morgun.

Á www.thelandslideproject.com gefur að líta myndir og minningar frá um 30 einstaklingum sem ýmist urðu fyrir beinum áhrifum skriðufallanna eða stóðu í ströngu, svo sem í björgunaraðgerðum. Titill sýningarinnar er „Þegar rignir horfum við til fjalla.“ Hún er bæði á ensku og íslensku.

Slóvensku ljósmyndararnir Katja Goliat og Matjaž Rušt komu hingað til lands í sumar til að taka myndirnar til að fanga eftirköst hamfaranna á bæði landið og fólkið. Þau hafa sérhæft sig í heimildamyndatökunum á sviði nútímalistar. Þau voru áður á Seyðisfirði í desember 2018 og byrjuðu þá að taka myndir af íbúum Seyðisfjarðar.

Rannsóknir, samhæfing, skrif og útgáfa verkefnisins var í höndum Ströndin Studio, fræðslu- og ljósmyndamiðstöðvar út með Seyðisfirði. Ströndin Studio er samvinnuverkefni ljósmyndarans Jessicu Auer og sagnfræðingsins Zuhaitz Akizu, og þau sérhæfa sig í sögulegum og menningarlegum rannsóknum með hjálp analog myndatöku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.