Oddsskarð opið milli 11 og 16

Missagt er í Austurglugganum þessa viku um opnunartíma skíðasvæðisins í Oddsskarði. Skal áréttað að opið er á milli kl. 11 og 16 um helgar og virka daga milli kl. 17 og 20. Topplyftan verður höfð opin um helgar og frídaga frá 1. mars. Á vefsíðu Oddsskarðs segir að nú sé þar tæplega tveggja stiga frost og vestnorðvestan 0,9 metrar. Búið er að troða gil, æfingabakka og sunnan við topplyftu og einnig við byrjendalyftu. Aðrar brekkur verði ekki troðnar í dag. Vegna snjóflóðahættu er Magnúsargil merkt með borða þar sem það er lokað og má alls ekki fara undir Oddsskarð eða ofan við byrjendalyftu. Gott veður og færi er nú einnig í Stafdal við Seyðisfjörð.

oddsskar_2_lvefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.