Nýtt sjónarhorn á listina – sem er endalaus

Fimm ungmenni tóku í sumar þátt í skapandi sumarstörfum á vegum Fjarðabyggðar. Þau luku sumrinu með sýningu á verkum sínum í gömlu netagerðinni í Neskaupstað. Þau segjast í sumar hafa fengið tækifæri til þess að kynnast því hvernig listafólk vinnur og hvernig það skapar sér atvinnu.

Þau Daníel Örn Ingólfsson, Helena Lind Ólafsdóttir, Bryndís Tinna Hugadóttir, Álfheiður Ída Kjartansdóttir og Anna Karen Marinósdóttir tóku í sumar þátt í skapandi sumarstörfum hjá Fjarðabyggð.

„Við höfum fengið nýtt sjónarhorn á listina. Hún er endalaus,“ segir Daníel Örn í umfjöllun í Austurglugga vikunnar.

Í sumarstörfunum unnu þau að eigin listsköpun, sem þau sýndu á sýningunni „Allt undir og allir um borð, mjá,“ undir merki Listavélarinnar í gömlu netagerðinni í Neskaupstað.

Þau fengu einnig reynslu í að vinna með öðru listafólki sem setti upp sýningar á listahátíðinni Innsævi og við listanámskeið fyrir yngri börn í Fjarðabyggð. „Við lærðum af þeim sem við vorum með og það var ekkert endilega ákveðið fyrirfram með hverjum við yrðum,“ segir Helena.

Frá vinstri: Helenda Lind, Anna Karen, Álfheiður Ída, Bryndís og Daníel. Mynd: GG


Lengri útgáfa viðtalsins birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.