Laura Tack sýnir í Sláturhúsinu

Sýningin „I don't know how to human in theater of nature“ eftir seyðfirsku listakonuna Lauru Tack opnar á efri hæð menningarmiðstöðvarinnar Sláturhússins á Egilsstöðum á morgun.

Laura er fædd í Belgíu þar sem hún menntaði sig í myndlist. Hún hefur sýnt list sína víða, þar með talið New York, Marrakech og á Seyðisfirði, þar sem hún hefur búið síðustu ár.

Í tilkynningu segir að listaverk Lauru séu einstök en þau sveiflast á mörkum hins abstrakta og fígúratífa. Hún vinnur með ímyndað landslag og fyrirbæri í náttúrunni, sterka liti og áferðir.

Vegna samkomutakmarkana verður ekki um formlega opnun að ræða þegar sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun heldur verður tekið á móti gestum í Sláturhúsinu frá 14-18.

Einungis 10 manns geta verið inni á sýningunni í einu og verður boðið heitt kakó og meðlæti til að stytta þeim sem þurfa að bíða stundir fyrir utan Sláturhúsið. Laura verður sjálf á staðnum og leiðir gesti um sýninguna.

Tveggja metra reglan er í gildi og er mælst til þess að gestir mæti með grímu.

Sýningin verður opin til 5. desember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.