Garga, góla, gráta og hlægja yfir norðurljósunum

„Aðal spurningin er hvort það verði norðurljós í kvöld og þá klukkan hvað,” segir Fjóla Þorsteinsdóttir, leiðsögumaður í Norðurljósahúsi Íslands á Fáskrúðsfirði. Þátturinn Að Austan á N4 leit þar við á dögunum.


Í Norðurljóshúsi Íslands á Fáskrúðsfirði eru myndir eftir þær Jóhönnu Kristínu Hauksdóttur og Jónínu G. Óskarsdóttur, allar teknar á staðnum. Safnið er staðsett svokölluðu Wathnes-sjóhúsi sem er í eigu Loðnuvinnslunnar, en það er elsta húsið á staðnum, byggt árið 1882.

„Það eru rosalega falleg norðurljós hérna og kannski fór maður að veita þeim meiri athygli af því þær (Jóhanna og Jónína) voru alltaf að birta myndir héðan,” segir Fjóla sem hefur tekið á móti hópum í safnið í vetur. Hún segir það aðallega vera erlenda gesti, mikið frá Asíu, en einnig annarsstaðar frá úr heiminum. Hún segir hópana afar hrifna og sérstaklega þegar þeir upplifi norðurljós sjálfir.

„Ég hef orðið vitni að því að hópur frá Asíu fór niður á bryggju fyrir framan Franska spítalann eftir að hafa verið á sýningunni, lagðist á bakið gargaði, gólaði, grét og hló þegar það horfði á norðurljósin. Upplifunin var svo rosalega sterk og átti að vera fyrir barnaláni, bættum fjárhag og allt þar á milli,” segir Fjóla.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.